29.1.2009 | 22:22
Þetta líst mér á
Mér líst vel á þrjú lykilatriði okkar Framsóknarmanna varðandi stuðning við minnihlutastjórnina.
Stjórnlagaþing er nauðsynlegur þáttur í endurreisn lýðræðis á Íslandi og kosningar vil ég sem fyrst.
Svo þarf maður að sjá aðgerðirnar sem gripið verður til varðandi varnir heimilanna. Það er lykilatriði að þær gangi upp og séu trúverðugar. Verði svo er ferðin þess virði að hafa farið hana.
Hitt er svo annað mál að sú stjórn sem er að taka við verður að afla eins mikils trausts á sér og framast er unnt.
Slíkt er einungis hægt að gera með algjöru gegnsæi annars vegar og hins vegar með raunhæfni. Þetta eru lykilatriði næstu þriggja mánaða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaðan kemur þessi ungi piltur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ?
Hverra manna er hann ?
Tengist hann hvergi spillingu ?
Eru engir aurar að baki honum ?
Bara forvitni að vestan.
hann (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:51
Greinilegt að þú veist hverra manna maðurinn er en ekki veit ég til að hann tengist spillingu. Þú kannski upplýsir það vitir þú betur. Annars var SDG ekki til umræðu í þessum pistli mínum.
Ragnar Bjarnason, 29.1.2009 kl. 23:25
Er það nauðsynlegt að hafa 63 manneskjur í þessu stjórnlaga þingi. Annars lýst mér vel á áherslurnar hjá Framsókn. Það sem sá hér á undan á við er að Gunnlaugur faðir Sigmundar komst á vafasaman hátt yfir Kögun. Það verður ekki þvegið af honum, og verður yfirfært á soninn í komandi kosningabaráttu. Þó ekki sé hægt að segja að börn eigi að gjalda foreldra sinna, má segja að þau hafi alist upp í ákveðinni hugmyndafræði sem ekki á upp á pallborðið í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2009 kl. 11:49
Stjórnlagaþing er lykilatriði og burt með flokksræðið.
Vona að Franmsóknarflokkurinn sé heillí þessu.
Sjáum hvernig þetta tekst til.
Vilborg Traustadóttir, 30.1.2009 kl. 11:58
Já stjórnlagaþingið er nauðsyn, ásamt trúverðugum aðgerðum fyrir heimili og almennt atvinnulíf.
Vissi það Ásthildur en dæmum eftir því hvað menn gera ekki endilega hverjir þeir eru.
Ragnar Bjarnason, 30.1.2009 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.