Og nú skal láta steyta!

Aðalkrafa Samfylkingar á hendur samstarfsflokknum er uppstokkun á æðstu stöðum kerfisins, eða eins og meiningin hjá þeim er, reka Davíð og félaga.

Þetta hefur verið þeirra aðalkrafa, kannski sú eina, síðan bankarnir hrundu. Það gerir eitthvað í kringum fjóra mánuði. Búið að fara með þetta á ríkisstjórnarfund og leka því þaðan út til að skapa meiri þrýsting og hvað eina. Svo á að láta steyta á þessu núna.

Sýndarmennska og ekkert annað. Vaknað upp við vondan fylgisdraum skoðanakannana. Ef þetta var svona mikið mál þá átti að láta steyta á þessu strax við hrun og taka síðan til við uppbyggingu. Ekki draga landsmenn á asnaeyrum fyrir flokkshagsmuni.

Þeir sem ætluðu Samfylkingunni eitthvert hlutverk við síðustu kosningar vita nú að slíkt var ekki fyrir hendi. Ég vonaði alltaf að það væri til félagslegt eðli hjá Samfylkingunni en nú sér maður það endanlega að það er óskhyggja, þó lengi hafi maður vonað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband