24.1.2009 | 20:28
Óskir og veruleikinn
Ég óska engum þess að lenda í því áfalli að glíma við erfið veikindi. Formönnum stjórnarflokkanna óska ég hins vegar heilshugar góðs bata og krafta til að takast á við veikindi sín.
Hins vegar er veruleikinn sá að veikindi þeirra gera það að verkum að þau eiga að stíga til hliðar og láta aðra taka við, enginn er ómissandi. Að þrjóskast á móti því er óraunhæft í besta falli og sjái formennirnir það ekki sjálfir verða aðilar þeim nærri að leiða þeim það í ljós. Ábyrgð þeirra er einnig mikil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.