22.1.2009 | 19:47
Af hverju þarf að kjósa?
Það er klárt mál að það þarf kosningar til Alþingis sem allra fyrst.
Sá þingheimur sem nú situr hefur nákvæmlega ekkert traust og lítið sem ekkert fram til málanna að leggja. Stjórnarliðar, sem ættu að hafa einhver ítök um stefnumörkun eru meira og minna týndir og tröllum gefnir.
Kosningar eru eina leiðin fyrir þjóðina til að fá það á hreint til hvaða aðgerða menn vilja grípa og þannig fengið örlítið skírari mynd á hlutina.
Það að boðun kosninga leiði af sér stjórnleysi eru dauð rök. Stjórnarfarslegt ástand verður ekki verra en það er nú, kosningar við fyrsta tækifæri breyta þar engu um.
Í framhaldi kosningaboðunar er síðan lífsspursmál að fá nýja ríkisstjórn, sem bregst við þörfum og vilja almennings og leitast þannig þó ekki væri nem örlítið við að vekja nýja tiltrú á samfélagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.