1.1.2009 | 00:30
Spild af tid
Það var eiginlega "spild af tid" að horfa á lélegasta áramótaskaup í áraraðir. Það liggur við að maður bendi á niðurskurð á því sem leið til sparnaðar fyrir RÚV.
Atriðin allt of löng og höfðu ekkert að segja, voru hrein endurtekning eða bergmál er réttara að segja, af ómi radda liðinna vikna. Enginn broddur í ádeilunni, í raun engin ádeila.
Áramótaávarp drottningar var skemmtilegra og það er langt í frá gert til þeirra hluta.
Í auglýsingu RÚV stóð að það væri af nægu að taka á árinu en ég sá ekki betur en það væri nánast einungis fjallað um tvö atriði í skaupinu: farsann í borginni og fjármálahrunið. Og jú, ísbirninum var laumað inn í fjármálahlutann. Öllu má ofgera og það voru önnur þjóðlífsatriði sem máttu alveg fá innslag.
Frekar fúlt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.