29.12.2008 | 15:12
Prófsteinn á komandi samfélag
Framboð á móti sitjandi formanni VR og þá stjórn félagsins hefur mun víðtækari merkingu en einungis innan félagsins.
Það er prófsteinn á komandi samfélag á Íslandi, hvort menn bera ábyrgð eða ekki og hvort hreinsa á til og byggja á nýjum grunni eða ekki.
Það er nefnilega svo að ef Gunnar Páll Pálsson fær að sitja áfram, hvort sem hann fær það óáreittur eður ei segir til um hvað almenningur er til í að leyfa mönnum að ganga langt. Mönnum sem settu nánast allt siðferði til hliðar í gjörðum sínum.
Verði sú raunin geta aðrir einstaklingar sem svipað er ástatt um, þar með taldir hver og einn einasti stjórnmálamaður, setið áfram með bros á vör. Vitandi vits um að ekkert fær hreyft við þeim.
Ég hef trú á því að það sé eftir þessu beðið með miklum spenningi utan VR og þetta kemur til með að hafa gríðarleg áhrif langt út fyrir félagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.