11.11.2008 | 20:30
Lesendabref dagsins
Eg ætla ad birta herna hugleidingar sem eg fekk til lestrar i dag, veit ad thetta er lika birt a skagafjordur.com i dag. Thad er umhugsunarvert finnst mer ad staldra adeins vid samvinnuhugleidingarnar i thessu en merkilegt hvad su hugmyndafrædi vard undir thegar betur aradi og velgengni jokst.
Thetta er audvitad skrifad eftir atburdi gærkvøldsins og dagsins. Ad auki hef eg fengid simtøl ad heiman vegna thess mals og a jafnvel eftir ad tja mig sjalfur um thad, eg er ju enntha einn af trunadarmønnum flokksins tho styttist i thvi starfi.
ÉG ER FRAMSÓKNARMAÐURÞessi orð hef ég ekki þorað að segja opinberlega í mörg herrans ár. Jafn mörg ár og eru liðin frá því að Steingrímur Hermannson hætti opinberum afskiptum af pólitík. Leið mín og Framsóknarflokksins skildu er flokksforystan fór að halla sér lengra og lengra til hægri. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á Framsóknarflokkinn sigla inn í kjölfar Sjálfstæðisflokksins og berjast þar fyrir lífi sínu. Á meðan forysta Framsóknarflokksins hefur haldið því fram að flokkurinn eigi rétt á sér og sé góður valkostur í íslenskri politík þá hef ég og fleiri kallað flokkinn Litla Íhald og það með réttu.Seinustu ár hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Litla Íhald hafa farið stóran og barið sér á brjóst, stundað einkavæðingu, gefið ævintýramönnum miklar eignir sem þeir síðan hafa nýtt til síns ýtrasta í kapphlaupi kapítalismans. Almúginn hefur staðið og horft á þetta undur sem kapítalisminn er og veitir, þ.e. gnægð peninga, vöxt, góðæri og ennþá meiri peninga. Það er svo sem ekkert undarlegt þó Sjálfstæðisfolkkurinn hafi haldið sínu fylgi vel, að minsta kosti á meðan vel gengur. Á sama tíma hefur Litla Íhald tapað sínu fylgi ár frá ári án þess að flokksforystan hafi náð að skýra það. Auðvitað skilur almúginn það ósköp vel af hverju þetta fylgishrun hefur orðið. Af hverju ætti einhver að kjósa Litla Íhald þegar maður getur bara kosið Sjálfstæðisflokkinn beint? Halldór Ásgrímsson hætti og ég sakna hans alls ekki. Með Halldór sem leitoga flokksins hvarf samvinnustefnan í Framsókanflokknum og úr íslenskum stjórnmálum því miður. Það hefur lengi verið mín von, eða draumur að Framsóknarflokkurinn muni finna aftur til uppruna síns og verða það afl í íslensku þjóðfélagi sem byggir á hinum gullna meðalvegi sem að mínu mati er í raun og veru samvinnustefnan. Það var stórkostleg að sitja erlendis og lesa bréf það sem lak út í fjölmiðla og sem er tileinkað Gunnari Oddsyni og Sigtryggi Björnssyni. Þeirra orð eru eins og töluð út úr mínum munni. Það er mér léttir þegar ég sé að það finnast ennþá þeir framsóknarmenn sem eru trúir uppruna sínum menn sem eru Framsóknarmenn.Nú er tími til að leggja Litla Íhald dautt og líta til framtíðar og segja Ég er Framsóknarmaður Kveðja fra NoregiHannes Bjarnason
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið asskoti hefur þér farið aftur í skrift Raggi !
Allt saman satt og rétt sem stendur í þessu bréfi og líka því sem Bjarni dreyfði.
Skákfélagið Goðinn, 12.11.2008 kl. 10:38
Alveg gæti ég hugsað mér að sjá einhverja afkomendur Gísla í Eyhildarholti taka sér stöðu í forystu nýs Framsóknarflokks. Þó ég geri mér ljóst að gamli meistarinn verður ekki endurskapaður.
Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 17:33
Held ad thad væri til bóta Árni. Their eru nefnilega margir afkomendurnir sem hafa ríka samvinnuhugsjón til ad bera, ekki síst vid brædur. Samvinnuhugsjónin er einmitt eitthvad sem hefur vantad undanfarid í thjódfélagid og menn kannski sjá núna thegar illa fer í einstaklingshyggjunni.
Ég hefdi viljad geta beitt mér af afli og mætti í núverandi adstædum. Ég hef reynt ad láta í mér heyra en kannski ekki af fullum thunga.
Thad er aldrei ad vita nema madur taki upp thrádinn adeins vestar á nordurlandinu thegar dvøl í Danaveldi lýkur.
Ragnar Bjarnason, 17.11.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.