2.11.2008 | 16:28
Forsetakosningarnar og hlutabréf
Ef það er þá einhver sem ennþá spáir í að kaupa hlutabréf á þessum síðustu og verstu þá er til athyglisverð tölfræði um gengi hlutabréfa í kjölfar forsetakosninga í Bandaríkjunum.
Ef Repúblikani er kjörinn forseti er það gott fyrir fjárfesta sem hugsa til skamms tíma því hlutabréfaverð hefur haft tilhneigingu til að stíga fyrsta mánuðinn sé slíkt uppá teningnum.
Ef Demókrati er aftur á móti kjörinn þá er það gott fyrir langtímafjárfestingar því fyrsta árið eftir slíkt hafa hlutabréf verið á góðri siglingu, sérstaklega eftir kjör Clintons (bæði skiptin).
Bush yngri er reyndar undantekningin frá þessu því hlutabréfin fóru aðallega niður á við innan fyrrgreindra tímamarka við kjör hans, eins og flest annað reyndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.