17.10.2008 | 22:48
Úkraína fær aðstoð IMF
Úkraína hefur óskað eftir aðstoð IMF og mun að öllum líkindum fá slíka aðstoð til að komast í gegnum hríðina að sinni.
En Ísland virðist draga lappirnar í því að fá úrlausn sinna mála og þó eru hlutirnir öllu verri hér sýnist manni.
Búið að skrúfa fyrir krónuna sem gjaldmiðil erlendis og verið að ganga af fyrirtækjum dauðum þess vegna. Atvinnulífið að fara í þrot en engin lausn hjá stjórnvöldum í sjónmáli.
Eða jú, var ekki forsætisráðherra að tala um að opna aðgang almennings að því að koma með hugmyndir um hvað gera skyldi.
Hélt samt að hann væri búinn að fá að heyra nógu og margar hugmyndir, það þarf kannski að hrinda þeim í framkvæmd fyrir hann líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.