Forsetakosningarnar í stuttri útgáfu

Hafi menn ekki tíma eða nennu til að fylgjast með forsetakosningunum í Bandaríkjunum af fullum krafti þá er ein styttri leið til þess.

Það ætti nefnilega að vera nóg að fylgjast með gangi mála í Missouri ríki. Missouri hefur nefnilega alltaf utan eitt skipti, kosið þann frambjóðanda sem varð forseti.

Það kallar maður gott.

En hvernig er staðan þar samkvæmt skoðanakönnunum? Jú, ríkið er ennþá skráð hjá flestum sem "toss up state" en kannanir síðustu tuttugu daga sína tölur á bilinu McCain +3 til Obama +8. Samanteknar kannanir sýna síðan Obama með 2,5% forskot á McCain.

Það á eftir að taka þá langan tíma að venja sig við svartan mann í Hvíta húsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband