12.10.2008 | 21:53
Viðvaningur dagsins
Það er ekki endilega sá dómur um Söruh Palin að hún hafi misnotað vald sitt sem er hvað verstur í nýbirtri skýrslu. Það finnst mörgum verra að allt í málinu hafi yfir sér viðvaningslegt yfirbragð.
But the Branchflower report still makes for good reading, if only because it convincingly answers a question nobody had even thought to ask: Is the Palin administration shockingly amateurish? Yes, it is. Disturbingly so
Annars er farið að kastast í kekki milli hennar fólks og McCains um það hversu hart á að ganga fram í baráttunni gegn Obama. Henni finnst McCain heldur linur, enda hún nýbúin að segja að hann hangi með hryðjuverkamönnum en McCain finnst hann ósköp heiðvirður maður sem hann hafi bara smá grundvallarósætti við.
Held samt að hún sjái að þessar kosningar séu tapaðar en það koma aðrar nefnilega eftir fjögur ár. Hún er farin að líta til þeirra og gerir sig líklega til að ná forskoti í forkosningunum fyrir þær.
Best samt að hún hafi í huga að svoleiðis virkaði ekki hjá Hilary.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.