4.10.2008 | 19:02
Hvað gerist ef það verður jafntefli?
Það getur nefnilega orðið jafntefli í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði eins undarlega og það hljómar. Kjörmannafjöldinn er nefnilega á sléttri tölu en ekki oddatölu og því getur staðan orðið sú að hvor frambjóðandi fái 269 kjörmenn. (Einmitt þess vegna þarf 270 til að vinna en ekki 269 eins og maður hefur séð sett fram a.m.k. á einum stað í íslensku bloggumhverfi).
Hún er ekki svo fráleit þessi staða miðað við skoðanakannanir upp á síðkastið. Það þarf ekki miklar breytingar á þeim til að svona geti farið þó svo að það sé auðvitað mun líklegra að það gerist ekki.
En hvað gerist ef þetta gerist?
the House of Representatives shall choose immediately, by ballot, the President. But in choosing the President, the votes shall be taken by states, the representation from each state having one vote
Og með varaforsetann?
the Senate shall choose the Vice-President; a quorum for the purpose shall consist of two-thirds of the whole number of Senators
Og þá getur komið upp hin stórskemmtilega staða að forsetinn og varaforsetinn séu ekki úr sama flokknum. Má bjóða þér uppá Obama sem forseta með Palin sem varaforseta eða McCain sem forseta og Joe Biden sem varaforseta? Algjör snilld.
Það er nefnilega út af þessu sem Obama leggur núna áherslu á annað kjördæmi í Nebraska og McCain annað kjördæmi í Maine. Sigur í þessum kjördæmum gefur þeim nefnilega auka kjörmann þó svo að þeir vinni ekki ríkið því Maine og Nebraska úthluta ekki endilega öllum sínum kjörmönnum til þess sem vinnur ríkið.
Kosningabaráttan tekur á sig ýmsar myndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.