Playing politics á fjármálakrísuna

Það er ekki nema von að McCain vilji fresta kosningabaráttu og kappræðum vegna fjármálakrísunnar í landinu. Hún er nefnilega að ganga frá honum í fylgislegu tilliti.

Annars er þetta skringileg framsetning hjá McCain á þessu öllu saman. Obama stingur uppá því að senda út sameiginlega yfirlýsingu um þau grundvallaratriði sem þeir báðir fallast á að séu í björgunarfrumvarpinu og McCain er til í það. Síðan drífur hann sig í sjónvarpið til að skora á Obama að fresta allri baráttu eins og hann sjálfur og að þeir séu að vinna að sameiginlegri yfirlýsingu.

Það er ekki nema von að "playing politics" komi fyrst upp í huga fréttamanna vestra.

Annars voru Danir með réttu fyrirsögnina á Palin í dag. "Palin i praktik" en nú er verið að máta hana inn í utanríkisreynslu með því að láta hana hitta fjöldann allan af þjóðhöfðingjum á ákaflega stuttum tíma. Þá hljóta kjósendur að sjá hvað hún hefur mikið um utanríkismálin að segja og hvað hún taki sig vel út í ljósmyndastillingunni við slík tækifæri. En hún verður auðvitað orðin vel sigld eftir þessa törn þó hún hafi bara verið með vegabréf í eitt ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband