Peningum kastað á glæ

"Virkjum alla - rafrænt samfélag" er sjálfsagt eitthvað sem er öllum fallið í gleymskunnar dá. Samt var kastað í þetta verkefni ótæpilegum fjármunum, bæði af ríki og þeim sveitarfélögum sem voru svo "heppin" að veljast til þátttöku í verkefninu.

Síðustu fréttir af verkefninu eru síðan í febrúar 2007.

Hefði ekki verið nær að ganga frekar fyrst í það verkefni að allir íbúar hefðu þó aðstæður til að taka þátt í svona löguðu með því að hafa boðleg tenginamál við netið í lagi?

Og sveitarfélagið sem ætlaði að "virkja alla" dregst bara afturúr. Fundargerðir sveitarstjórnar voru þó yfirleitt komnar á netið samdægurs hér fyrr í ár. Nú er því ekki að heilsa heldur þarf að bíða dögum saman eftir þeim.

Mér er nær að kalla þetta falda stjórnsýslu frekar en opna stjórnsýslu sem þó ætti að vera markmiðið í nútíma samtíma þjóðfélagi.

Þar fyrir utna finnst mér að fundir sveitarstjórnar eigi að vera opnir öllum til að fylgjast með, í orði en ekki bara á borði. Því finnst mér að Þingeyjarsveit eigi að senda fundi sína beint út á netinu, það er fyrsta skrefið í opinni stjórnsýslu og einnig fyrsta alvöru skrefið að rafrænu samfélagi.

Heimasíða Þingeyjarsveitar er annars hvorki fugl né fiskur. Fjórar fréttir í september og mjög mikið magn upplýsinga sem eru óuppfærðar og úr sér gengnar.

Svo mikið fyrir framsýni í upplýsingatækni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

gæti ekki verið meira sammála. hér í árnesþingi tóku þrjú sveitarfélög þátt í þessu undir verkefnisheitinu sunnan 3 en nú er lítið um það verkefni talað og nýjasta fréttin á heimasíðu verkefnisins er sögð frá 30. júní síðastliðnum en samt er örugglega ekki verið að tala um 30. júní 2008, frekar 2006 eða 2005!! kveðja -b.

Bjarni Harðarson, 20.9.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Þórir Aðalsteinsson

Góður punktur Ragnar.  Getur verið að þessu fé hafi verið ráðstafað að mestu í "sérfræðingana að sunnan".  Þar á ég við ráðgjafafyrirtækin.  Ég sé ekkki mikil ummerki þessara skattpeninga hjá okkur hérna fyrir norðan.

Þórir Aðalsteinsson, 20.9.2008 kl. 17:00

3 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála. Svei mér ef nýji sveitastjórinn verður bara ekki enn seinni að tileinka sér nokkuð sem heitir internet en Sigbjörn og þá er nú fokið í flest skjól. Kanski verður bara gamla góða ritvélin endurvakin og þá geta minnsta kosti sumir sparað.....

Ellý Ben (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 20:22

4 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Rakst á nýja síðu frá Tjörneshreppi sem er ein sú flottasta sem ég hef séð. www.tjorneshreppur.is

Valgerður Sigurðardóttir, 22.9.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband