13.9.2008 | 21:01
Reykingalögin eða ekki
Ég hélt ég væri að sjá ofsjónir í dag eftir leik þegar annar aðstoðardómarinn dró upp sígarettu og kveikti sér í inni í búningsklefa.
Ég hélt að það væru komin ágætis reykingabannlög hér í Danmörku, að minnsta kosti hefur gamli feiti Kim Larsen verið að ybba sig út í þau undanfarið.
En nei nei, þá sat bara daman á bekknum og keðjureykti meðan eftirlitsdómarinn fór yfir leikinn, sem tók svo reyndar sinn tíma (næstum jafn langan tíma og leikurinn sjálfur).
En Danirnir með hundana sína og sígaretturnar eru ekkert að spá í aðra þegar um þá hluti er að ræða.
Annars voru dömurnar í dag hörkuaðstoðardómarar og leikurinn góður. Allur annar en um síðustu helgi sem fór 1-9. Þessi fór þó bara eitt núll og maður fékk gott tækifæri til að sýna hvað í manni býr enda er verið að raða manni í styrkleikaflokk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.