Genginn öðlingur

Nú er maður staddur í Skagafirði í huganum, það verður að vera í huganum því allt of langt er maður í burtu þaðan akkúrat núna.

Það er héraðshátíð Framsóknarmanna og það er sko nóg af þeim í Skagafirðinum því betur. En það sem mér finnst vera best við hæfi á þessari skemmtun í kvöld að það er sérstaklega minnst gengins öðlings í sveit vaskra Skagfirðinga síðustu aldar, Guttorm Óskarsson. Hann vann ómetanlegt starf fyrir Framsóknarflokkinn, Kaupfélagið og ekki síður héraðið á sinni löngu starfsævi. Maður sem treystandi var á, þeir mættu vera fleiri í dag eins og Guttormur. Það var ekki sérstaklega hugsað um sig sjálfan heldur heildina.

Ég man eftir Guttormi í Kaupfélagskontórnum í mörgum ferðum, bæði með föður mínum og einn en alltaf var Guttormur boðinn og búinn í starfi sínu. Ein ferðin er sérstaklega minnisstæð. Þá fór ég með pabba að taka út pening á kontórnum á eftri hæð Gránu. Ég fékk að halda á seðlunum út úr húsi og af rjálni taldi ég þá. Það kom fát á mig því það stemmdi ekki við það sem átti að vera og við fórum aftur upp. Jú það var rétt að það vantaði en úr því var leyst strax án vandkvæða en leiður var Guttormur yfir hlutunum.

En öðlingssemin gengur í ættir veit ég fyrir víst því dóttir Guttorms er gift inn í ættina og þar er sama sagan uppi á teningnum og áfram reyndar. Alveg til fyrirmyndar.

Það er við hæfi að minnast þeirra sem skara fram úr þó þeir séu ekki alltaf sýnilegastir. Þess vegna er ég sérstaklega ánægður með héraðshátið Framsóknarmanna í Skagafirði í kvöld.

Svo skemmir það aldrei að hafa Álftagerðisbræður og Geirmund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband