29.8.2008 | 23:42
Var McCain fíflaður í þetta?
Ævintýralegur endir á vali McCain á varaforsetaefni sínu. Hún var reyndar komin í umræðuna en var einhvernveginn aldrei talin koma til greina enda telja fjölmiðlar valið koma á óvart og sé ákaflega áhættusamt.
En hvers vegna segi ég fíflaður? Jú þetta byrjar með einni síðu á netinu. Strákur sem leist ekki á þá sem nefndir voru til sögunnar og rannsakaði markaðinn á eigin spýtur og endaði með nafn Palin.
Þetta breiddist síðan út um netið en fór aldrei neitt sérstaklega hátt þannig séð en endaði svona. Það er í raun svolítið sniðugt að blogospherið hafi valið varaforsetaefni Repúblikana.
Það var sem sagt búið að keyra tiltölulega öfluga baráttu fyrir hana á netinu eins og youtube, facebook (hér líka) og myspace.
Adam Brickley heitir kappinn sem kom þessu af stað og síðan hans er alveg hreint út sagt mögnuð. Gríðarlega mikil vinna í henni, öflug heimildarvinna á öllum vígstöðvum.
Ég held að McCain ætti að fá hann í vinnu hjá sér fram yfir kosningar, það er öruggt að það myndi ekki skaða baráttuna fyrir honum. En aðdragandinn gerir mann hálf orðlausan.
Þrátt fyrir þetta held ég mig við það að þetta eigi eftir að koma í bakið á McCain.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.