29.8.2008 | 08:34
Breytt nálgun Obama
Mér fannst ræðan hjá Obama vera góð, eiginlega mjög góð. Ég er ánægður með hvernig hún slær örlítið öðruvísi tóna en áður.
Það er gefið meira kjöt á beinin en verið hefur. Það var svarað skýrar og fastar fyrir sig en verið hefur og það var lagt út frá því að færa hann nær fjöldanum ef svo mætti segja.
Auðvitað var ekki hjá því komist að tengja sig við söguna á 45 ára afmælisdegi hinnar frægu ræðu Martin Luther King en það var vel frá því komist. Þrátt fyrir að vera fyrsti blökkumaðurinn sem hlýtur útnefningu hjá öðrum stóra flokknum þá er hann annað og miklu meira en "bara" blökkumaður í forsetaframboði. Um leið stendur hann samt svo nærri réttindabaráttu blökkumanna, sem ekki sáu fyrir sér þennan möguleika þegar þeir voru í baráttu fyrir grundvallar mannréttindum. Og það er ekki svo langt síðan.
Annars er gaman að sjá hvernig tengsl og samanburður er alltaf ofarlega hjá Bandaríkjamönnum. Það er nefnilega svo að Obama og framboð hans eru borin saman við J F Kennedy og menn eru líka búnir að finna bein tengsl þar á milli. Einn ræðuskrifari Obama var nefnilega í sex ár í vinnu hjá ræðuskrifara Kenndy þegar sá síðarnefndi var að skrifa endurminningar sínar. Sá gamli, sem skrifaði útnefningaræðu Kennedy á sínum tíma var bara sáttur með ræðu Obama. Gaf henni A+ í einkunn meira að segja.
"McCain er ekki sama, hann bara veit ekki" er lína kvöldsins.
Héðan í frá verður spiluð sókn af hálfu Demókrata, á öllum vígstöðvum kosningabaráttunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.