Full grimmt fyrir minn smekk

Ein af sterkari fréttum liðinnar viku hér í Danmörku var af fóstureyðingu hjá ungri konu. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi misjafnar skoðanir á fóstureyðingum, jafnt hér sem annars staðar.

Ég hélt í fyrstu að málið snérist um að hve ströng mörgum finnst fóstureyðingarlögin vera og tími kominn á heildarendurskoðun þeirra, en svo var ekki nema að hluta. Málið var að konan hafði farið í fóstureyðingu til Englands eftir að í ljós kom að fóstrið var með fötlun. Hún var þá einnig komin lengra á meðgöngunni en lög leyfa fóstureyðingu á hér í landi. Þó er hægt að fá leyfi í undantekningartilfellum ef aðstæður eru fyrir hendi.

Málið er að fötlun fóstursins var að það vantaði annan framhandlegg á það og það var parinu næg ástæða til fóstureyðingarinnar.

Hun fik ved ultralydsscanningen i 20. uge besked på, at hendes barn manglede en underarm, og efter grundige overvejelser besluttede hun sammen med sin kæreste, at hun ville have en abort.

Og eftir að hafa fengið synjun um undanþágu þá fóru þau hreinlega til Englands og fengu aðgerðina framkvæmda þar. Nú er þetta mál komið til dómstóla og væntanlega mikla umfjöllun á næstu vikum.

Ég er í sjálfu sér ekki á móti fóstureyðingum ef fullar ástæður eru til en þarna finnst mér parið hafa gengið allt of langt og í raun ekki haft neinar gildar ástæður fyrir gjörningi sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband