Vonbrigði

Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með ræðu Hilary Clinton í gær. Ég hafði búist við svo miklu meiru af hennar hálfu við að sameina Demókrata að baki Obama fyrir kosningarnar í haust. Það var ekki endilega að það vantaði mikið uppá orðin í ræðunni heldur miklu frekar að það vantaði ákafann og einlægnina, að vilja virkilega komast yfir baráttu þeirra síðustu átján mánuði og horfa fram á við.

Ræða Clinton hefur aftur á móti fengið ágæta dóma vestan hafs og henni hrósað fyrir hvernig hún leggur sitt lóð á vogarskál sameiningar flokksmanna.

She did her part with a powerful address that cast the differences between herself and Barack Obama as minor when compared to what is at stake in the election. Clinton also scolded those among her supporters who insisted that they simply could not bring themselves to support the Illinois senator in the fall.

Clinton seemed at times more comfortable in her role as a surrogate than she did as a candidate; rather than selling herself to voters, Clinton was able to advocate for her ideas.

Whether or not Clinton's speech is the start of a broader movement by her supporters into Obama's camp, it's hard to imagine that the New York senator could have done much more for her colleague from Illinois than she did tonight.

Aftur á móti eru fréttaskýrendur utan Bandaríkjanna (nema Íslandi held ég) sem og nytimes frekar á því að eitthvað hafi vantað uppá hjá henni. Hún sneiddi algjörlega hjá því að styðja í raun við Obama, fyrir utan sjálfgefnar setningar um stuðning sinn við hann.

Og ofan á þetta allt saman, þegar flokkurinn þarf á því að halda að topparnir sýni gott fordæmi, þá verður Bill Clinton ekki viðstaddur útnefningarræðu Obama á fimmtudagskvöldið. Eitthvað sem er algjörlega óþarft fyrir hann að gera og gefur eingöngu andstæðingum skotfæri.

Ég er eiginlega hálf sorgmæddur á glötuðu tækifæri í kosningabaráttunni.

Ræða Michelle Obama var miklu betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband