22.8.2008 | 14:13
Ótrúlegur árangur
Hreint út sagt stórglæsilegur árangur.
Með fullri virðingu fyrir þeim sem á undan eru gengnir í starfi markvarðar þá hefur Björgvin verið síðasti bitinn í púsluspilið að þessu sinni.
Þar fyrir utan hafa allir haldið höfði og ég er ekki frá því að Ólafur sé búinn að stimpla sig sem besta handknattleiksmanns þjóðarinnar, fyrr og síðar.
Ekki það að það var allt til staðar sem til þurfti og ekkert gefið. Menn unnu fyrir þessu og einhvernveginn hafði maður alltaf á tilfinningunni í leiknum að þetta færi svona. Það var þetta gamla íslenska útlit á Spánverjunum allan leikinn.
Nú getur maður gert raunhæfa kröfu á gull.
Snilld.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.