Áfrýjun

Enn sættir suður kóreska liðið sig ekki við tapið í gær. Þrátt fyrir að IHF sé búið að úrskurða lokatölur leiksins endanlegar er haldið áfram.

Búið er að áfrýja niðurstöðu IHF og þá verða menn að vera með snör handtök því úrslitaleikirnir eru á morgun.

Íþróttadómstóllinn alþjóðlegi er reyndar til staðar á OL því rétta átti í dag í máli Ítala og Spánverja á móti Dönum í siglingamálinu en því var frestað til morguns því kalla á þjálfara Dananna til sem vitni og hann var farinn heim.

En í raun finnst mér þetta of mikið. Þó mikið sé í húfi þá verða menn að láta sér segjast og halda áfram.

Sem var svo eitthvað sem Danirnir gerðu ekki í handboltanum. Voru bara súrir og leiðinlegir og notuðu orð eins og skidt og lort.

Svei mér þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband