21.8.2008 | 09:13
Það má fá lánað á OL ..... og þó, kannski ekki
Það er þetta með gullverðlaunin í 49´er siglingakeppninni á OL. Danirnir voru kærðir af Spánverjum og Ítölum en þeirri kæru var vísað frá. Þá var haldið að málinu væri lokið en svo var nú ekki. Spánverjar og Ítalir hótuðu að halda kæru sinni til streitu og fara með málið fyrir alþjóðta íþróttadómstólinn og svo loks í gærkvöldi (eða öllu heldur í nótt) létu þeir verða af þeirri hótun sinni.
Þetta finnst Dönum ákaflega mikill skortur á Olympíuanda og eru þétt studdir af Þjóðverjum, sem urðu í öðru sæti í keppninni.
Ég er sámmála þeim. Hvað er að því að fá lánaðan bát. Kannski voru það bara Spánverjar sem brutu mastrið hjá Dönum? Nei, frekar langsótt. En þetta lán Króata á bátnum vann þeim inn smá kredit hjá Dönum þannig að þeim er ekki alveg slátrað útaf handboltanum. Reyndar vann svo Króati helstu borðtennisstjörnu þeirra Dana í morgun og það voru þeir sko ekki sáttir með.
Annars gengur þeim ákaflega illa á OL og fáir ljósir punktar hjá þeim. Það hefur gefið af sér margar skýringar og sumar þeirra verulega íslenskar. Spaugilegt.
Ég held að aðalmistökin hjá þeim fyrir leikana hafi verið almennur hroki.
Það er ekki gott veganesti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.