Tími 100m grindahlaups er liðinn

Það er kominn tími til að hætta með keppni í 100 metra grindahlaupi kvenna og í staðinn lengja hlaupið í 110 metra, rétt eins og hjá körlunum. Um leið á líka að hækka grindurnar, þær eru orðnar of lágar.

Konurnar eru bara farnar að hlaupa það hratt að skrefakerfið er hætt að passa á milli grinda og hæð grindanna (of lágar) gerir það að verkum að greinin í dag er nánast bara hlaup en ekki grindahlaup.

Þetta er í raun ekki róttæk breyting, meira í ætt við leiðréttingu.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er bara svo erfitt að vera að breyta svona greinum, sbr gerð spjóta karla og kvenna. Allir fyrri árangrar verða að engu og greinin verður lengi að jafna sig, jafnvel þótt breytingin sé hugsanlega alveg réttmæt í sjálfu sér.

Gestur Guðjónsson, 19.8.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Heidi Strand

Funny Olympics

Heidi Strand, 19.8.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband