14.8.2008 | 22:21
Ekki alveg sáttur
Ég hefði alveg viljað vera laus við það að Framsókn væri eitthvað að bjarga Sjöllum úr sjálfskaparvíti sínu.
Spurning samt hvort rétt sé að hugsa einungis um eigin hag þegar þarf að bæta upp stjórnleysið sem var ríkjandi og öllum ljóst. Það var ekki á leiðinni að batna neitt.
Kannski er ekkert annað í stöðunni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
Áhugaverð lesning af ýmsu tagi
- Freedomfries
- Washington Post Ágætt blað
- Los Angeles Times Ágætt blað
- New York Times Ágætt blað
- TPM Mjög góð fréttaveita
- RCP Snilldar skoðanakannanasíða
- Rasmussen Önnur góð skoðanakannanasíða
- Pólitík á CNN Ágæt umfjöllun um ameríska forsetakapphlaupið ásamt öðru
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Bækur
Úr ýmsum áttum
Ágætis lesning
-
Jean-Jacques Rousseau: Samfélagssáttmálinn (ISBN: 9979-66-159-3)
Grunn skilgreining á lýðræðishugtakinu
**** -
Ásgeir Jónsson/Kári Bjarnason: Jón Arason Biskup - Ljóðmæli (ISBN: 978-9979-798-03-3)
Ný sýn á síðasta kaþólska biskup okkar Íslendinga í aðdraganda siðaskipta. Ég er að lesa hana ennþá (eins og svo margar aðrar bækur) og get því ekki gefið henni einkunn einnþá. -
Steinþór Þráinsson: Saga Laugaskóla (ISBN: 9979-70-085-8)
Þroskasaga menntastofnunar á landsbyggðinni. Viðamikið og ákaflega vel skrifað verk. Nauðsynleg lesning fyrir laugamenn, unga sem aldna.
**** -
David Gibson: The rule of BENEDICT (ISBN: 978-0-06-085841-1)
Ef menn vilja fá innsýn í bakgrunn kaþólsku kirkjunnar og núverandi páfa hennar, Benedict XVI
***
Athugasemdir
Nei framsókn átti ekki að skera sjálftökuflokkinn úr snörunni
Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 22:30
Jú, ég tek undir þessa skoðun þína. Framsóknarflokkurinn er ennþá á rangri leið. Með aðeins 2% fylgi í borginni! Auk þess sem 9% skoðanakannafylgið á landsvísu haggast ekki þrátt fyrir óvinsældir ríkissjórnarinnar. Stjórnunarkreppan er í Framsóknarflokknum og það voru mistök að mínu mati að sveigja ekki ákveðið til vinstri í aðdraganda alþingiskosninganna 2007 og skera sig frá Sjálfstæðisflokknum.
Þórir Aðalsteinsson, 15.8.2008 kl. 09:55
Það er rétt fyrir fólk að hafa í huga hvaða aðrir möguleikar voru í stöðunni.
Það var ekki hægt að mynda neinn meirihluta, nema með aðkomu annaðhvort íhaldsins eða Ólafs F.
VG og S höfðu útilokað samstarf við íhaldið. Hefðu þau sem sagt viljað stuðla að því að Ólafur F drottnaði yfir borginni áfram?
Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 09:57
Borgin var stjórnlaus það er ljóst og þetta var einn kosturinn í stöðunni en það er hreinlega ákaflega óspennandi að vera til kominn og draga Sjálfstæðisflokkinn upp úr skítnum eftir að þeir komu sér í þetta.
Flokkurinn verður líka að hugsa um það hvernig hag hans er háttað auk þess hvernig hag borgarbúa í þessu tilfelli er háttað.
Ég tel að það hefði verið önnur leið bæði fær og betri í þessu tilfelli.
Og já Þórir, ég tel að það sé kreppa í stjórnun Framsóknarflokksins og hana verður að leysa sem fyrst ætli menn að takast á við það sem máli skiptir þ.e. framfarir fyrir fólkið í landinu.
Ragnar Bjarnason, 15.8.2008 kl. 10:19
Hvaða leið var það?
Að halda Ólafi F við völd?
Þjóðstjórn hefði verið það besta, en bæði VG og S höfðu útilokuðu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 10:22
Allt of fljótt stokkið á þetta samband, láta bæði VG og S standa við það að fara ekki samstarf og fara allir saman í það (sem sagt án Ólafs). Taka á þeim málum sem þarf að taka á án þess endilega að allir innan hópsins styðji það ef meirihluti er fyrir því.
Ég er ekki sáttur við hvað hoppað var strax í þetta, lítur ákaflega illa út það þarf líka að hugsa um það.
Ragnar Bjarnason, 16.8.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.