14.8.2008 | 10:08
The Obama Nation
Bók dagsins vestan hafs er auðvitað "The Obama Nation" skrifuð af Jerome Corsi. Segja má að hann sé farinn af stað aftur því hann skrifaði á móti John Kerry fyrir Swift Boat samtökin fyrir fjórum árum. Þetta er sama herbragðið nú.
Aðallega er gengið í að sverta Obama og tengja hann við islam. Semsagt öll meðul notuð í komandi kosningabaráttu.
Svo fer það auðvitað eftir því hvoru megin menn standa hvernig þeim líkar bókin en hún er strax orðin metsölubók.
Hér eru teknar fyrir þær ásakanir sem settar eru fram í bókinni og hraktar lið fyrir lið og síðan ágæt umfjöllun WP um bókina.
Corsi's "The Obama Nation" lacks major revelations and has been dismissed by Obama's campaign as a series of lies from a serial liar. Parts of the book have also been disproved by the mainstream media
Segir meðal annars þar og svo um þema bókarinnar í heild:
Jerome R. Corsi has attacked his story with a narrative of his own: The son of an "alcoholic polygamist," Obama deals with his abandonment issues and "black rage" by experimenting with drugs and radical thought. He makes a calculated entrance into politics despite having accomplished little and having developed some "anti-American" sentiments. Once in office, he regularly manipulates the political machine and becomes a liberal who will "divide America."
Það er eiginlega furðulegt finnst manni hvað mönnum dettur í hug að ganga langt til að fífla fólk/kjósendur þarna vestra og eins er það enn furðulegra í raun hvað margir láta blekkjast af svona löguðu. Menn hafa verið að gera úr því skóna að kjósendur láti bókina ekki hafa áhrif á sig eftir Swift Boat bókina á móti Kerry en ég held að það sé ekki svo. Það er nefnilega slatti af fólki sem fer að trúa hlutum séu þeir sagðir nægilega oft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.