13.8.2008 | 19:25
Fiskað í gruggugu vatni
Frekar finnst mér Sjálfstæðismenn í henni Reykjavík vera að fiska í gruggugu vatni síðustu sólarhringa.
Nú á að setja Framsókn fram sem einhvern vönd á að hemja Ólaf F. en eigin skinni geta þeir auðvitað ekki bjargað úr þessu.
Finnst mönnum ekkert gruggugt hvað fréttaflutningur af þessum fundum öllum og þreifingum er með ágætum. Ekkert í líkingu við myndun meirihluta síðast hjá þeim.
Þó ég sé björgunarsveitarmaður finnst mér ekki fýsilegt að bjarga Sjöllum úr sjálfskipaðri prísund í handarkrika stuðmannsins og læknisins.
Að berja á Ólafi er þeirra mál, óþarfi að nota Framsókn sem vönd í það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.