12.8.2008 | 20:43
Ég er ekki alveg frábitinn Rússum í þessu máli
Held að það sé full fljótleg leið að taka Rússana eingöngu í gegn fyrir Ossetíuátökin. Málin eru svolítið flóknari en það.
S-Ossetía er hérað sem hefur leitað leiða til fullveldis og Rússar hafa verið með stjórn á ákveðnum svæðum þar fyrir þessi átök.
Georgíuforseti hefur síðan spilað sig ákaflega vestrænan og evrópskan og sett málin eiginlega upp þannig að Rússar séu að ráðast á Evrópu. Og fengið fullan stuðning í þá átt frá örvitanum Bush. Þannig hafa þeir báðir gerst sekir um að spila sig of stóra fyrir aðstæðurnar. Það er allt í lagi að ráðast inn í Írak á lognum fölskum forsendum en það má nánast ráðast á Rússana fyrir það sama.
Held samt að sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum hafi í viðtali við CNN í dag gengið full langt þegar hann sagði Georgíuforseta ekki vera með pólitíska stjórn á landinu frekar en fulla stjórn á sjálfum sér.
Viðtöl CNN við Saakasvhili fannst mér heldur bera merki um eitthvað vanmat á stöðu mála.
Ég er ekki frábitinn Rússum í þessu þó ég sé mjög frábitinn stríðsrekstri.
PS Þetta finnst sumum Rússum um hlutina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.