7.8.2008 | 18:21
Is 'Celebrity' The New 'Flip-Flop'?
Ein helsta kosningataktík Repúblikana í forsetakosningabaráttunni er að lita Obama sem "celebrity", það sé merkimiðinn sem festist við hann. Hann er óhæfur sem stjórnandi því hann er stjarna. Þetta er svipað og "Flip-flop" nafnið sem Gore fékk á sig fyrir fjórum árum. Innihaldið í auglýsingunum er sama og ekkert eins og sást í Hilton auglýsingunni.
Hér er reyndar svar hennar við þeirri auglýsingu. Ég hef aldrei verið hrifinn af henni en hún fékk plús fyrir þessi viðbrögð. "Energi crisis solved" hjá Paris.
Nú keyra Repúblikanar á nýrri auglýsingu í sama stíl, "is the biggest celebrity in the world ready to lead?" er aðalatriðið í henni. Kannski er þetta að virka, að mála Obama sem "celebrity" sem getur ekki tekist á við neitt og kannski er Obama ekki að hjálpa mikið til í þeim efnum sjálfur. Hann hefur verið vinsæll hjá tímaritum (sem og Michelle)undanfarið ár og rúmlega það. Þetta virkar að vísu oftast til vinsælda hjá tímaritunum.
Það glittir reyndar í breytingu á taktík hjá McCain. Í einni af nýjustu auglýsingunum sínum fjarlægir hann sig frá Bush-stjórninni. "Við erum verr stödd nú en fyrir fjórum árum" segir hann og gefur sig fram sem manninn til að laga það.
Það var að vísu ekkert flókið fyrir Obama að svara því.
Það held ég.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.