Dönsk gúrka

Það er gúrkutíðin víða í fjölmiðlaheiminum. Hér hefur rúllað í dag frétt um stuld hótelgesta af hótelum. Fjórði hver stelur baðslopp eða einhverju álíka. Hver vissi þetta ekki? Hann er reyndar frumlegur þessi sem stal gullfisknum verð ég að segja.

Svo var það líka upplýst að núna eru til sölu fyrstu klónuðu hundarnir. Þá kætast danir, það eiga allir hund. Krakkarnir á leikskólanum Salbjargar koma meira að segja og segja mér frá hundunum sínum og eru yfir sig hneykslaðir þegar ég segi þeim að við eigum ekki hund. Í kringum fjórar milljónir stykkið og örugglega jafn leiðinlegir og fyrirrennarinn.

Og svo er allt á öðrum endanum í stjórnmálunum hérna útaf dómsúrskurði evrópudómstólsins varðandi innflytjendalögin hérna í Danmörku. Nú mega þeir ekki segja innflytjendurna í dönskupróf áður en þeir fá ríkisborgararétt segja þeir í Brussel. Öll síðasta vika hefur farið í þetta en, og þetta er kunnuglegt einhversstaðar frá, Anders Fogh Rasmussen hefur bara verið í sínu sumarfríi og ekkert gefið neitt færi á sér varðandi þetta mál fyrr en í dag (nema þá hann hafi verið með salmonellu). Neðst í þessari frétt er líka hægt að sjá kröfur evrópudómstólsins og tímalínu atburða. Sagt er að tíu lönd styðji Dani í þessu máli og vilji fara í hart.

Svo datt þeim líka í hug að segja frá athugun þar sem því er haldið fram að það sé dýrara að eiga son en dóttur.

Og í lokin svona fyrir Færeyingana. Grindhvalakjöt eykur hættuna á að fá Parkinson (vissi ekki að pabbi hefði verið mikið í grindinni).

Og vel á minnst, eftir að hafa ítrekað keyrt vitlaust í einstefnugötum og á móti bannað að aka inn skiltum er ég mikið að spá í að fá mér færeyskan fána á númeraplötuna mína, þeir eru nefnilega með svipað númerakerfi og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband