2.8.2008 | 16:22
Full langt gengið hjá umhverfisráðherra
Ég held að umhverfisráðherra hafi gengið fulllangt með ákvörðun sinni á fimmtudaginn. Efnisleg rök sem styðja hana eru léttvægari en þau sem eru á móti. Þetta lyktar því mjög sterklega af því að um steinlagningu í götu sé að ræða frekar en neitt annað.
Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifunum gefur langt í frá sjálfkrafa eitthvað betra ferli.
Framkvæmdirnar eru ekki algjörlega samhangandi heldur. Það getur augljóslega verið virkjað á viðkomandi svæði þó ekki verði af álversframkvæmdum og hver er þá staða sameiginlegs matsferlis?
Lagagrein sem vísað er til er notuð umfram meðalhófsreglu þar sem í henni er ekki krafa heldur heimild til þessarar aðgerðar sé niðurstöðunni ekki náð fram með öðrum hætti. Það á ekki við í þessu tilfelli miðað við hvernig málið hefur verið unnið og mun verða unnið.
En þetta í sjálfu sér gerir lítið annað en flækja málin töluvert og tefja eitthvað.
Það sem í raun eftir stendur er það sem þarf að útkljá.
Ætla stjórnvöld að stöðva þessar framkvæmdir eða styðja þær. Það er spurningin sem þarf að svara skýrt en ekki fara hringinn í kringum hana vegna þess að menn ræða ekki saman um hlutina og ná ekki niðurstöðu um þá.
Það er aðalvandamálið og það liggur hjá stjórnvöldum. Af eða á.
En það á svo sem við um fleiri mál á því borðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ragnar,
nema þetta séu fyrstu merki um stjórnarslit. Það skýrir ýmislegt.
Þórir Aðalsteinsson, 4.8.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.