1.8.2008 | 10:14
Þegar menn hafa ekkert annað ....
Þegar menn hafa ekkert málefnalegt í höndunum í kosningabaráttunni þá grípa menn til "smurningsins" alræmda. Þetta er alveg sérstakur heimur í bandarísku kosningamálunum og kemur yfirleitt ekki alveg beint fram.
Það nýjasta sem sett er fram á Barack Obama er að hann sé með tvöfalt ríkisfang, sé einnig með indónesískan ríkisborgararétt og þar með ekki gjaldgengur í forsetaembættið. Og að auki að fæðingarvottorðið hans sé falsað. Verra gerist það ekki....
Svo eru menn hissa á því að mainstream media taki þetta ekki upp á sína arma, einhverjir hafa þó séð ljós í því að a.m.k. FOX taki á þessu. Kæmi ekki á óvart.
Algjör snilld er það ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.