31.7.2008 | 19:26
Olympíuleikar án Íraka ..... eða ekki
Ég held að staðan í dag með olympíuleikaþátttöku sé á þann veg að þeir séu inni. Íslendingar virðast reyndar ekkert sérstaklega áhugasamir um það þar sem þetta er ekki eins og með Júgóslavíu forðum og við græðum ekkert sæti fyrir handboltalandsliðið okkar.
A double-sculls crew will compete under the Iraqi flag at the 2008 Beijing Games. This welcome news brings the Iraqi team up to four, including a female sprinter and a male discus-thrower.
Aðalatriðið í þessu hjá mér er reyndar ekki hvort heldur hvers vegna. IOC ætlaði að banna Írökum þátttöku vegna íhlutunar stjórnvalda í málefni íþróttahreyfingarinnar þar í landi.
Frekar háll ís. Olympíuleikarnir í hafa í áratugi snúist leynt og ljóst um stjórnmál og meira að segja stundum í öllum aðalatriðum. Leikarnir í ár ganga þarna lengst fram í raun frá leikunum í Berlín ´36 (Jesse Owens setti reyndar stórt strik í reikninginn þar, (myndband)), yfirgnæfa meira að segja 80 og 84 leikana sem þó voru vel litaðir stjórnmálalegum átökum.
Málið er að banna einhverri þjóð þátttöku vegna svona atriða er hjóm eitt hjá því að hafa yfir höfuð gefið Kínverjum auglýsingalegt tækifæri með því að veita þeim leikanna. Meðlimir IOC vissu fyrir víst hvernig leikarnir yrðu notaðir af Kínverjum en segjast ekki hafa samið við þá um íhlutun og smámál eins og ritskoðun internetsins.
The IOC has always encouraged the Beijing 2008 organisers to provide media with the fullest access possible to report on the Olympic Games, including access to the internet.In light of internet access problems which were experienced this week by media in the Olympic Games Main Press Centre in Beijing, the IOC namely Chairman of the Beijing 2008 IOC Coordination Commission Hein Verbruggen and Olympic Games Executive Director Gilbert Felli held meetings and discussions today with Games organizers (BOCOG) and Chinese authorities.The issues were put on the table and the IOC requested that the Olympic Games hosts address them. We understand that BOCOG will give details to the media very soon of how the matter has been addressed. We trust them to keep their promise.The IOC would like to stress that no deal with the Chinese authorities to censor the internet has ever in any way been entered into.
IOC vissi einnig hvernig leikarnir yrðu notaðir af andstæðingum ógnarstjórnarinnar þar til að beina ljósi að mannréttindamálum þar. Ergo, pólitík á pólitík ofan. En IOC lét fagurgala og gríðarlegt fjármagn ráða ákvörðun sinni.
Það er alveg hættulega oft sem hugsjónir og peningar eiga ekki samleið og þá alltaf vegna mannanna.
Málið er hættulega einfalt og þar með um leið fljótlegt til uppgjörs afleiðinga. Þær þjóðir sem ekki sætta sig við misnotkun Kínverja á leikunum áttu að gera öllum það ljóst að ekki yrði um þátttöku af þeirra hálfu að ræða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Facebook
Athugasemdir
Ég skrifaði um málið um leið og fréttir bárust fyrst af þessari brottvikningu, en hef ekkert séð um það í íslenskum miðlum.
Þessi brottvikning er reyndar ekki óvænt eða á skjön við það sem tíðkast hefur á vettvangi Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þar á bæ hafa menn alltaf hamrað á því að halda beri íþróttamálum og pólitík aðskildum. Það hefur í praxís þýtt að engu máli skiptir hvað stjórnvöld einstakra ríkja gera - þau eru ekki gerð útlæg frá Ólympíuleikum NEMA ef ríkisstjórnir gera þau einu mistök að reyna að taka framfyrir hendur Ólympíunefndanna í heimalöndum sínum OG viðkomandi Ólympíunefnd þorir að klaga.
Það eru mörg dæmi um nákvæmlega þessa atburðarás. Ef til deilna kemur milli Ólympíunefndar lands og stjórnvalda, getur Ólympíunefndin alltaf gripið til þess ráðs að klaga í Alþjóðaefndina sem nánast undantekningarlaust bregst við með því að setja landið í keppnisbann þar til ríkisvaldið lætur undan. Þar skiptir engu máli þótt viðkomandi Ólympíunefnd hafi orðið uppvís að vafasömu framferði.
Mér sýnist í þessu Íraksmáli að Ólympíunefndin hafi haft sitt í gegn einu sinni enn.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:20
Satt og rétt. Þetta var í raun inngangur hjá mér að því að það var svo ljóst að staðan væri þessi með leikana akkúrat í dag, allt í bál og brand og menn að rífast alls staðar hvort hinir og þessir ráðamenn eigi að láta sjá sig. Nema Dönum virðist vera alveg sama hvort krónprinsinn fari. Það átti bara ekki að láta Kínverja fá þessa leika sama hversu pólitískt það hefði litið út.
Ragnar Bjarnason, 31.7.2008 kl. 22:24
Það er ákaflega athyglisvert að IOC þurfi að halda fund með skipuleggjendum til þess að fá fullan aðgang að netinu fyrir fréttamenn. Hvernig heldurðu að það mál fari og hvað hefur IOC í höndunum svo sem með allt rígbundið í framkvæmdasamninga?
Ragnar Bjarnason, 31.7.2008 kl. 22:42
Það mætti skrifa þykkan doðrant um siðferði Alþjóða-Ólympíunefndarinnar. Það hafa varla verið haldnir leikar síðustu áratugina sem ekki hafa kallað á hugleiðingar af þessu tagi. Minnisstæðir eru Seoul-leikarnir 1988, sem haldnir voru ári eftir fjöldamorð stjórnvalda á stúdentum.
Vandinn er hins vegar að við getum tæplega haldið öll stórmót í íþróttum í Finnlandi, Noregi og Lúxemborg. Það sjónarmið að Kínverjar séu ekki boðlegir gestgjafar á Ólympíuleikum af stjórnmálalegum ástæðum er tæplega meirihlutasjónarmið í heiminum, þó að margir séu þeirrar skoðunar á Vesturlöndum.
Ef horft er til þess aragrúa af þjóðum sem mynda Ólympíuhreyfinguna, þá er hætt við að ansi víða teldu menn frekar ástæðu til að útiloka BNA og Bretland vegna utanríkisstefnu þeirra en Kínverja vegna mannréttindamála. Ætli ríkjandi sjónarmiðið í þriðja heiminum sé ekki á þá leið að það sé órökrétt af vesturlöndum að standa í stórfelldum viðskiptum og samskiptum við Kína, en slá sig til riddara með því að neita að mæta í veislur sem þeir skipuleggja?
Annars er ég svo svartsýnn að eðlisfari að ég spái því að blaðamennirnir gleymi öllu um mannréttindamál um leið og leikarnir hefjast og nóg annað verður til að skrifa um.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:28
Aftur erum við hættulega nærri í skoðunum held ég. En málið er líka að hlutirnir hafa breyst hratt á síðustu árum í heiminum og þar með talið almenn viðhorf til mannréttindamála. Mannréttindamál eru inn í dag, eitthvað þau hafa ekki alltaf verið og þar sem Kínverjar standa þokkalega framarlega í að brjóta þau þá koma þeir til með að fá á baukinn og hefðu átt að fá hressilegar á hann en þeir fá.
Tvískinnungurinn í alþjóðlegum samskiptum ríkja, pólitískum jafnt sem viðskiptalegum er síðan atriði sem ég held að við gætum svo rætt augliti til auglitis frekar en hér. Hann er í stuttu máli frekar agalegur og þar ræður fjármagnið auðvitað ferðinni, enn frekar nú en fyrr.
Þau eru nefnilega fá ríkin sem ekki brjóta á mannréttindum og Ísland, sem þó er ungt ríki, hefur ýmislegt á sakaskránni þar. Áleitin spurning er hvort hægt sé að setja svona í flokka, hvað má brjóta mikið á þegnum áður en grípa á í taumana almennt?
Ég hélt reyndar að ég væri líka svolítið svartsýnn en ég held að blaðamenn (með dyggri aðstoð ráðamanna í Kína því þeir virðast ekki ætla annað en reyna að halda öllu eftir sínu höfði) muni koma til með að halda mannréttindamálum á lofti meðfram íþróttafréttunum. Það er nefnilega eftirspurn eftir þeim fréttum í heiminum og menn eiga von á þess lags fréttum frá Kína. Íþróttafréttirnar verða held ég í þriðja sæti á þessum leikum á eftir mannréttindamálunum og lyfjamálunum. Markaðsvæðing fréttamennskunnar, framboð og eftirspurn.
Ragnar Bjarnason, 3.8.2008 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.