Hver er Tim Kaine?

Held að það megi segja að hann sé ekki einn af þungavigtarmönnum Demókrataflokksins en það sama mátti svo sem segja um Obama fyrir einum 6-8 mánuðum síðan.

Í stuttu máli fimmtugur lögfræðingur frá Harvard, fæddur í Minnesota, núverandi ríkisstjóri í Virginíu. Hefur reyndar einungis verið það í tvö og hálft ár. Fyrstu og helstu kostir sem taldir eru honum til tekna eru að hann hjálpar auðvitað verulega við að vinna Virginíuríki í haust og svo höfðar hann vel til kaþólskra kjósenda einnig. Svo virðist það vera þannig að enginn einn hópur kjósenda hafi eitthvað á móti honum (fyrir utan Repúblikana auðvitað). Þá horfa menn í að hann geti komið með styrkari stjórn á peningamálin, þykir hafa sýnt það í ríkisstjórastarfi sínu. En fyrir utan þetta þá hefur hann sína veikleika eins og ég hef minnst á.

No foreign policy experience, short resumeFirst-term governor who won on former Virginia Gov. Mark Warner's coattails — a meh candidate

Sem sagt, engin reynsla og hefur engir verulega eftirtektarverðir stórsigrar sem ríkisstjóri, nema vel sé að gáð. Hann er samt sem áður með þónokkra reynslu úr stjórnunarbatteríinu sem borgarráðsmaður í fjögur tímabil í Richmond, þar af tvö sem borgarstjóri. Síðan var hann vararíkisstjóri Virginíuríkis í fjögur ár frá 2001. Eitt enn sem sem passar honum sem varaforsetaefni Obama, hann er laus við "inside Washington" stimpilinn og passar þar með í "breytingar" Obama.

Meira hér um Tim Kaine. Og svo er einnig hægt að sjá ýmislegt honum tengt hér.

Viðbrögð Repúblikana? Í fyrstu virðist manni þeir vera hoppandi glaðir. "Republicans should be so lucky to face Obama-Kaine"

If the nominee faces questions about experience, having served about three and a half years in statewide office, Kaine has been governor for about two and a half years. It would be the most astonishingly inexperienced pair to hit Washington in modern history. Carter at least had Walter Mondale, who had been a senator for twelve years, and Clinton and Gore look like seasoned old pros by comparison

Kaine would reinforce all of the doubts about Obama, instead of dispelling them.

Og rúsínan í pylsuendanum:

Beyond that, Kaine's term is up in January 2010, and the Virginia Lt.. Governor is Republican. An Obama victory would hand over his last year of office to the GOP's William Bolling

Ha ha. Hefur ekkert að segja. Og ég held að verði þetta niðurstaðan, Obama-Kaine, þá held ég að Repúblikanar verði að éta þessi fyrstu viðbrögð sín ofaní sig, ef ekki fljótt þá á endanum. Þeir koma til með að líta vel út í því samhengi sem Obama setur kosningabaráttuna upp. Varaforsetaefnið skyggir ekki á hann en passar samt við vinda breytinganna. Svo er það líka þannig að þó að það geti verið að Bandaríkjamenn séu kannski tilbúnir í að hafa blökkumann sem forseta þá væri það of mikil breyting að bjóða upp á blökkumann og konu? Einhverjir hafa sett það fram að minnsta kosti, það væri of sterkt að bjóða upp á það.

Þar fyrir utan þá hafa Repúblikanar bara hreinlega ekkert betra uppá að bjóða til að styðja við McCain. Mitt Romney? Mike Huckabee? Tja, held ekki.

Hver, hvers vegna og hvers vegna ekki hjá Demókrötum.

Viðtal við Tim Kaine


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þó svo ég hefði frekar viljað sjá Joe Biden þá er Kaine alls ekki slæmur kostur...að vísu ekkert spennandi karakter...en hann ætti ekki að skemma fyrir heldur.  Svo lengi sem Obama velur ekki Sam Nunn þá er ég sáttur.

Ekki spillir fyrir að Kaine er fæddur in the great state of Minnesota! :-)    Þá er reyndar ekki ólíklegt að McCain velji Tim Pawlenty fylkisstjóra Minnesota svo þetta gæti orðið spennandi race hér...þó svo Minnesota hafi ekki kosið Repúblikana síðan Nixon '72.

Róbert Björnsson, 30.7.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Eiginlega sammála þér með allt nema ég auðvitað næ ekki þessu með Minnesota.

Hef reyndar lítið skoðað Pawwlenty því mér hefur einhvernveginn ekki þótt hann líklegur hjá McCain.

Ragnar Bjarnason, 31.7.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband