29.7.2008 | 14:50
Varaforsetaefni Obama
Stærstu fréttir dagsins úr forsetakosningabaráttunni vestan hafs eru þær að Obama sé mjög nálægt því að velja sér varaforsetaefni.
Ríkisstjóri Virginíu ríkis, Timothy M. Kaine hefur átt í alvarlegum viðræðum við Obama um að vera varaforsetaefni hans samkvæmt heimildarmönnum nánum Kaine.
he has had "very serious" conversations with Sen. Barack Obama about joining the Democratic presidential ticket and has provided documents to the campaign as it combs through his background, according to several sources close to Kaine
Þetta er þó auðvitað ekki alveg öruggt en eins og sumt annað virðist þetta leka út frá nokkuð öruggum heimildum. Aðrir sem eru taldir koma til greina ennþá eru Evan Bayh og Joseph R. Biden auk Christopher J. Dodd og Hillary Clinton. Reyndar er grein í dag í NY Times þar sem sagt er að Hilary sé út úr myndinni og hafi kannski aldrei verið það nema kurteisinnar vegna.
But there is mounting evidence that Mr. Obamas interest in Mrs. Clinton for the post has faded considerably, if, in fact, she ever really was a strong contender to be on the ticket with him. In conversations, Mr. Obamas advisers discuss Mrs. Clintons role at the Democratic convention next month in a way that suggests they are not thinking of her arriving in Denver as Mr. Obamas running mate.
Þrátt fyrir að Kaine falli að hugmyndum Obama um sjálfstæði meðframbjóðanda eru margir sem telja hann ekki vera rétta aðilann í heildina litið til að styrkja framboð Obama.
Kaine has no foreign policy background, and as a first-term governor, he may add to voters' concerns about Obama's experience. Kaine remains popular in Virginia, but he has had trouble dealing with Republicans and has no single defining achievement to point to on the campaign trail.
Obama hefur reyndar ekkert verið að hlaupa neitt í felur fyrir Repúblikönum varðandi utanríkismál og er kannski bara fullfær um að eiga við þau atriði áfram sjálfur án þess að velja einhvern meðframbjóðanda sem fengi það hlutverk að sjá um það.
Og svona í lokin. Ráð Repúblikana við erfiðri kosningabaráttu? Jú, fólk, ekki skrá ykkur á kjörskrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.