Dópfréttir dagsins

Hérna í Danmörku að minnsta kosti eru úr hjólreiðaheiminum. Ekki í sambandi við Tour de France að þessu sinni heldur var það einn af fremstu fjallahjólreiðamönnum Dana, Peter Riis Andersen, sem var að játa á sig EPO notkun. Þar með missir hann Olympíusæti sitt auðvitað en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi hjá danska íþróttasambandinu áðan. Þar var kappinn sjálfur mættur til að útskýra sig og gjörðir sínar.

Þeim þykir hann hugrakkur að koma fram sjálfur og játa brotið. Hitt finnst mér líklegra að hann hafi verið upp við vegg og þetta verið eina leiðin út. Svo finnst mér það ekki bera mikinn vott um hugrekki að hann vill ekki gefa upp hvar hann fékk efnið af ótta við eigið öryggi, ja fyrir utan að það komi úr glæpaheiminum.

Hitt er svo annað að Danir hafa verið frekar uppteknir af dópmálum í tengslum við Tour de France á meðan á þeirri keppni stóð eða alveg þangað til liðið þeirra vann. Það var meðal annars sterk umræða um að Bjarne Riis, framkvæmdastjóri liðsins, væri viðriðinn dópmál. Það hvarf reyndar í sigurvímunni.

Þetta mál er samt sem áður Dönum erfitt svona rétt fyrir Olympíuleikanna og yfirgnæfir umræðuna um að krónprinsinn verði viðstaddur leikana en það leggst misvel í menn.

Annars held ég að lyfjanotkunin sé svo almenn að það sé næstum því bara keppni í sumum greinum hver sé með bestu læknana en ekki hver sé fremstur íþróttalega séð.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband