16.7.2008 | 09:41
Spurning um að láta tívolíin og skemmtigarðana vera
Það líður ekki sá dagur núna hérna í Danmörku öðru vísi en það séu fréttir af skemmtigarða- og tívólíslysum. En auðvitað datt þetta í keppni og Svíarnir slógu Dönunum við í gær með fjölda.
Annars virðist þetta vera alls staðar, Tivoli Friheden, Djurs sommerland, Farup sommerland. Það er reyndar af nógu að taka hérna, skemmtigarðar út um allt og maður virðist helst fá að vita nöfnin á þeim í fréttunum því það er ný slysafrétt daglega.
Við látum þetta vera og klöppum bara ljónunum og fílunum í dýragörðunum í staðinn, það er öruggara.
ps. Gleymdi því auðvitað að það er ekki hægt að klappa fílunum. Þeir eru nýbúnir að slíta barnavagn af konu einni í einu sumarlandinu hérna. ÚFF, það eru bara ljónin sem eru hættulaus.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 17.7.2008 kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
Sæl veriði.
Börnin ykkar eru líka frekar á dýragarðsaldrinum en tívolíaldrinum. Er ekki líka hættulaust að klappa ísbjörnum þarna úti í Danaveldi (þótt reyndar hafi þurft að fella nokkra ágenga á Grænlandi í vikunni). ;)
Aðalsteinn Már (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.