Úrslitin í Þingeyjarsveit / Aðaldælahreppi

Þá er maður búinn að sjá kosningaúrslit gærdagsins í Þingeyjarsveit/Aðaldælahreppi fyrir utan nafnakönnunina.

Það kemur svo sem ekki á óvart að A listi sveitarstjórnarfólks hafi verið með yfirburðastöðu á G lista nýgræðinga.

Úrslitin sjálf, A-listi 413 atkvæði - G- listi 91 atkvæði sýna aftur á móti að hlutfall atkvæða endurspeglar ekki hlutfall fulltrúa í sveitarstjórn (1/4,53 og 1/6) en auðvitað er það aldrei hægt að svo sé þegar svo fáir fulltrúar eru.

Það hefði þurft að vera 28-35 atkvæða sveifla til að fulltrúafjöldi breyttist eitthvað, en sú sveifla í hvora áttina sem var hefði verið ákaflega áhugaverð.

Hefði hún verið um 28 atkvæði til A lista þá hefði komið til hlutkestisákvörðunar á milli 7. manns á A lista og 1. manns á G lista. Hefði hún aftur á móti orðið 35 atkvæði til G lista hefði komið til hlutkestisákvörðunar milli 6. manns á A lista og 2. manns á G lista.

Þessar sveiflur eru aftur á móti frekar miklar prósentulega séð til að vera raunhæfar til skoðunar miðað við aðstæður.

En niðurstöðurnar auka ekki líkurnar á að maður stökkvi heim strax, ekki frekar en efnahagsaðstæður og aðgerðaleysi ráðamanna. "Status Q" fær hér nýja nærtæka og tvöfalda merkingu fyrir manni.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband