Kosningar

Það eru kosningar á morgun. Ekki í Bandaríkjunum að þessu sinni heldur í sameinaðri Þingeyjarsveit og Aðaldælahreppi.

Ég sem ætlaði að vera kominn í netsamband fyrr og beita mér í aðdragandanum.

Kostirnir eru að vísu ekkert endilega merkilegir en líklega skárri en í síðustu forsetakosningum og það er kosið sem er auðvitað stórmál.

Þar sem ég ætlaði að segja svo mikið er erfitt að segja nokkuð þegar svo skammt er til stefnu.

Ég verð þó að segja að ég veit ekki hvort er verra að vera siðlaus eða leiða siðleysið til áhrifa en menn geta auðvitað gert margt með óbragð í munni eins og einn sagði áður en við fórum.

Það held ég.

ps. Bendi á heimasíðu annars framboðslistans, hinn er ekki með heimasíðu svo ég best viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló. Mikið er gott að sjá að þið eruð komin í samband við umheiminn.

Eg vil byrja á að óska Anitu til hamingju með 30 árin þann 26. júní svona ef sms hefur ekki borist henni.

Vona að þið hafið það sem allra allra best, heyri svo í ykkur þegar ég verð búin að fá nýja númerið ykkar.

Ég vil  biðja fyrir sérstakar kveðjur til stelpnanna þeirra Salbjargar og Eyhildar og þeirra er sárt saknað á mínum vinnustað.

Annars bestu kveðjur í bili
Birna

Birna (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband