Skammt stórra högga á milli

Nú er skammt stórra högga á milli hjá Birkifellsfjölskyldunni. Eftir stækkun fjölskyldunnar skal haldið til Danaveldis til tímabundinnar dvalar (eitt ár). Þetta er búið að vera í bígerð en hefur haft sínar sveigjur og beygjur eins og svo margt annað.

Við erum sem sagt að flytja til Danmerkur eftir hálfan mánuð en búslóðin fer af stað nú á eftir, þar með talin tölvubúnaður þannig að stopult verður skrifað hér næstu tvær vikur.

Síðan verður tekið til af krafti þegar til Danaveldis kemur og skrifað og skrafað um stjórnmál, amerísk og dönsk en ætli maður dragi sig ekki til hlés í þeim íslensku að sinni.

Snáðinn verður síðan skírður þann 13. júní næstkomandi í Þorgeirskirkju, svona rétt í tíma áður en út er farið.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda, við eigum eftir að sakna ykkar, en óskum ykkur alls hins besta og byrjum bara að telja niður dagana þar til þið komið í nágrennið aftur.

kveðja Birna og co Laugabrekku

Birna (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góða ferð og ég bið að heilsa Viggo Mortensen!!;-)

Vilborg Traustadóttir, 7.6.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Vegni ykkur vel í Danaveldi. Fjölskyldan Lyngbrekku.

Skákfélagið Goðinn, 7.6.2008 kl. 16:39

4 identicon

Gullfalleg börn, alveg eins og þið. Sendi ykkur lukku. Góða ferð til Danmerkur og njótið þess tíma vel og vandlega. Ég sjálf sný aftur heim í mitt ágúst, mun búa á akureyri yfir vetramánuðina og ein hugmynd mín er að skella mér í meira nám erlendis haustið 2009 en það er þó langt í þann tíma og margt getur breyst á þessum tíma. Hafið það sem allra best.

 Bestu kveðjur úr Keflavík.

jóhanna 

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð til Danmörku.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 16:26

6 identicon

Góða ferð til Danmörku og njótið vel í útlandinu

Kveðja Petra

Petra (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband