21.5.2008 | 04:37
Ekki alveg rótburst í Oregon
Það fór eins og sagt var fyrirfram að Obama ynni prófkjörið í Oregon. Munurinn er bara kannski ekki alveg jafn stór og verið var látið liggja að og ekki er það alveg rótburst eins og hjá Clinton í Kentucky. Þar var niðurstaðan 65-30 henni í vil (37-14 í kjörmönnum talið) og ekki var hún nú alveg á því að láta í minni pokann í kjölfar þess.
Sigur Obama í Oregon stefnir í að vera með 10-15% mun, öruggur og leiðir hann vel á veg í kjörmannatalanaleiknum. Setur hann vel yfir 1627 kjörna kjörmenn eins og ég talaði um fyrr í nótt.
En hann þarf að stíga varlega til jarðar í framhaldinu og þau bæði reyndar til að ná að sameina flokkinn fyrir sjálft forsetakjörið í haust. Það er ekkert voðalega langur tími til stefnu og það glitti svo sem í þann sameiningartón hjá Clinton í sigurræðu hennar í Kentucky, ef maður leitaði sérstaklega vel eftir því að minnsta kosti.
Á eftir að finna myndband af ræðu Obama í Iowa síðan og setja hér inn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.