Rótburst í Kentucky

Clinton rótburstaði Obama í Kentucky auðvitað. Lætur nærri að það sé 70-30 henni í vil prósentulega séð.

Sigurræða hennar sem fylgir í kjölfarið er frekar flöt, þurr og leiðinleg. Mest finnst mér áberandi hvað hún heldur fast í síðasta hálmstráið, sem sagt Michigan og Flórida. Kjósa aftur eða nota úrslitin sem þar voru í spilunum í upphafi kosningabaráttunnar. Hún talaði um 2200 kjörmanna markið sem er sá fjöldi sem þarf til að sigra séu þessi ríki talin með.

En án Michigan og Florida er Obama búinn að ná meirihluta kjörinna landsfundarfulltrúa, 1627. Það gefur honum aukinn þrýsting á sjálfkjörnu landsfundarfulltrúana í kjölfarið.

Svo er bara að sjá hvort ekki verði svipað burst Obama í vil í Oregon seinna í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband