Samningar um lok útnefningarslags Demókrata

Það vita það allir held ég að í raun er kominn sigurvegari í prófkjörsbaráttu Demókrata, spurningin er bara núna hvernig verður staðið að því að sigla málunum í höfn þannig að eining og sátt ríki eftirá.

Í Washington Post í dag eru síðan fluttar af því fréttir að það sé hafin sú vinna milli herbúða Clinton og Obama hvernig þetta skuli gert og kraftar sameinaðir til að taka á McCain í haust.

But in small gatherings around Washington and in planning sessions for party unity events in New York and Boston in coming weeks, fundraisers and surrogates from both camps are discussing how they can put aside the vitriol of the past 18 months and move forward

Á fjáröflunarsamkomu í Washington DC í síðustu viku byrjaði þetta ferli og einn þeirra sem þar var staddur sagði að sýna þyrfti fordæmi

"There was a sense that there is an obligation to lead by example."

"You don't go anywhere anymore where there isn't a sense that this is over and this is about how people behave over the next month."

Þetta þarf að takast almennilega því menn þurfa á sameinuðum flokki að halda í kosningabaráttu við Repúblikana í haust og taka verður með í reikninginn að menn hafa lagt allt í baráttuna fram að þessu.

En þetta er í vinnslu greinilega þó talað sé um að láta síðustu prófkjörin 3. júní klárast áður en nokkuð formlegt er ákveðið og tilkynnt.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband