Besta greiningin á Ísraelsræðu Bush

Bestu greininguna sem ég hef lesið um ræðu Bush í Knesset er að finna hér en hún er skrifuð af Chris Cillizza hjá Washington Post. Mjög skýr og hnitmiðuð færsla um það sem máli skipti í henni en hann dregur fram þrjú atriði sem mestu varði.

Í fyrsta lagi þá sé Bush ennþá gríðarlega atkvæðamikill í mótun pólitískrar umræðu í Bandaríkjunum og það þrátt fyrir að hafa ekki mikið fram að færa sem merkilegt þykir í átta ára valdatíð sinni.

Bush's political judgment since 2004 has proved somewhat suspect, but to dismiss his ability to understand and effectively analyze the political landscape could be a mistake on the part of Democrats.

Í öðru lagi að þá er útnefningarferli Demókrataflokksins á enda með Obama sem sigurvegara þess. Það á bara eftir að tilkynna það formlega.

the Democratic presidential nomination race is over. Amid all of the "he said, he said" between Obama and McCain/Bush, the one figure that has been almost entirely absent is Hillary Rodham Clinton. Can you imagine that happening even three months ago?

En síðan í þriðja lagi, sem er kannski það langmikilvægasta varðandi kosningabaráttuna í forsetakjörinu í haust. Það er hvernig Obama bregst við skotum frá Bush og McCain í framhaldinu. Hann fór ekki á undan í flæmingi heldur tók á þeim félögum með skýran vilja til að snúa vörn í sókn.

Obama, to our mind, took the smarter course by not simply answering the inherent critique offered by the president but also pivoting to try and make McCain answerable for the foreign policy pursued by the United States over the last eight years.

Þessi málefni hafa verið Demókrötum erfið í undanförnum kosningum og þeir hafa reynt að sneiða hjá þeim og beina umræðunni frekar inná mýkri mál heima fyrir. En núna tekur Obama á þeim, og demókratar hafa verið að sýna þá hlið á síðustu tveimur árum. Þrátt fyrir að Repúblikanar telji þarna vera veikan blett á Obama þá er ekki víst að svo sé. Viðbrögð Obama gefa ágæt fyrirheit um baráttu hans við McCain héðan í fram og fram á haustið.

"George Bush and John McCain have a lot to answer for."

http://youtube.com/watch?v=mbNtREkz_RM

Og lengri útgáfan, http://youtube.com/watch?v=-sOlaso_7Z8

En ég mæli sérstaklega með The Fix og ekki síður athugasemdum sem eru við hverja færslu. Þó megnið af þeim sé rusl þá gægjast þar fram einstaka sem eru ekki síðri en færslurnar og oft að finna vísan í frekara efni og upplýsingar.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband