17.5.2008 | 01:24
Skiptir aldurinn máli?
Kosningabatterí John McCain hefur barist fyrir því hörðum höndum að aldur McCain verði ekki í kosningabaráttunni í haust. Í því sambandi hefur Howard Dean, framkvæmdastjóri Demókrataflokksins sagt að það sé ekki á dagskránni hjá flokknum að gera það, það sé neðar virðingu flokksins að gera slíkt.
En aðilar og samtök sem styðja Demókrata eru ekkert að víla það fyrir sér að keyra á aldurinn og þetta myndband finnst mér nokkuð skondið verð ég að segja.
Ég held að það séu þónokkuð margir í henni Ameríku sem finnst aldur McCain skipta máli, ekki höfuðmáli en samt nokkru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.