16.5.2008 | 00:05
Smjörklípa dagsins
Það var svo sem eftir sjálfstæðismönnum að fara í smá smjörklípuleik svona rétt til að dreifa athyglinni.
Nú á að keyra á einhverja gervi Evrópuumræðu af þeirra hálfu, sérstaklega með einhverjum núningi milli forystumanna flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki einu sinni um aðild heldur um viðræður um aðild.
Þarna er einfaldlega verið að þyrla upp ryki til að losna við athugasemdir um að ekkert sé verið að gera í efnahagsmálum þjóðarinnar og svo þegar rykið er sest er vonast til að það hylji afglöp fjármálaráðherra seinustu mánuði.
Eða þá að með stærri pólitísku tíðindum þessara mánaða séu að gerast við það að Björn B sé að leggja opinberlega til atlögu við hina nýju forystu flokksins.
Jahérnahér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segi það sama Jahérna hér. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir þvílík ormagryfja þessi Sjálfstæðisflokkur er því betra. Lýðræði og Sjálfstæðisflokkur eru tveir andstæðir pólar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.