6.5.2008 | 22:16
Fánanælan og Obama enn í umræðunni
Það eru prófkjör í dag hjá Demókrötum og Repúblikönum en kosið er í Indiana og Norður-Karólínu. Ég reikna fastlega með að þau Obama og Clinton vinni sitthvort ríkið og standi eins í framhaldi þess. Þó ætla ég einnig að spá því að Clinton hætti baráttu sinni í framhaldinu, einn spjallvinur minn vestan hafs vildi meina það og gaf sína útfærslu af því.
En það sem var kemur stundum aftur. Út í gegnum kosningabaráttuna og eiginlega síðustu misseri hefur Obama verið spurður út í fánanæluleysi sitt í jakkaboðungi. Þá hefur verið reynt að gera hann tortryggilegan í framhaldi þess.
Enn er umfjöllun um þetta í WP í dag og hún er ágæt. Segir að menn geti fylgt sínu nefi þó svo að það geti þýtt atkvæðamissi.
Many people will read a lot of meaning into Obama's refusal to wear the pin. Some will see it as a lack of patriotism, an emotional distance from the country that has served him so well. Others, such as I, will see it as an expression of cool, the statement of a candidate who wants to be president but not at the cost of his intellectual integrity. And still others (me again) will see it as Obama's push-back, his reluctance to do something simply because it is demanded of him
Þetta finnst mér segja kjarnann í málinu sem er samt svo mikið smámál að maður áttar sig stundum ekki á því hvað það er lífseigt og athyglissækið.
En prófkjörsúrslit eru framundan og það er áhugavert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.