Naumur sigur Obama

Það var eitt forval hjá Demókrötum í dag, þannig séð. Á Guam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna var kosið um fjóra fulltrúa á landsfund Demókrata í haust. Obama vann í 14 kjördæmum af 21 en í raun var vann hann í heildina með einum 7 atkvæðum.

Niðurstaðan er því sú að Obama fær tvo af þessum fjórum fulltrúum og Clinton tvo.

Þetta er mun naumari sigur en reiknað var með í herbúðum Obama en hefur líklega engin áhrif á prófkjörin sem eru á þriðjudaginn kemur í Norður-Karólínu og Indiana. Samkvæmt könnunum hefur Obama forskot í Norður-Karólínu en Clinton í Indiana en Norður-Karólínuríki hefur 115 fulltrúa og Indiana 72 fulltrúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband