Sameining samþykkt

Sameining sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar og Aðaldælahrepps, sem kosið var um í dag var samþykkt í báðum sveitarfélögunum.

Í Þingeyjarsveit kusu 446 af þeim 515 sem voru á kjörskrá. Sameininguna samþykktu 257 eða 57,6% en 184 höfnuðu sameiningunni sem eru 41,4% þeirra sem kusu í dag.

Í Aðaldælahreppi kusu 137 af 199 sem voru á kjörskrá. Af þeim samþykktu 94 sameiningartillöguna eða 68,6% en 40 höfnuðu henni sem eru 29,2%.

Afgerandi úrslit segir oddviti Þingeyjarsveitar, Erlingur Teitsson og er ánægður með úrslitin í dag. Þetta er spor fram veginn sem verður vonandi til góðs.

Kjörsókn var góð í Þingeyjarsveit eða 86,6% en slakari í Aðaldælahreppi eða 68,8%.

Þessi tvö sveitarfélög, sem saman eru með hátt í 1000 íbúa, munu því sameinast í sumar komandi en stefnt er að því að kjósa nýja sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags á fyrirhuguðum kjördegi til forsetakosninga verði af þeim í júní næstkomandi.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Mér líst ágætlega á þessa sameiningu svona sem áhorfandi og gamall Aðaldælingur, en er ekki ánægður með þessa kosningu, hefði mátt vera meira afgerandi, greinilegt að það eru skiptar skoðanir um þessa sameiningu.

Hallgrímur Óli Helgason, 26.4.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sæll

Í sjálfu sér er þetta meira afgerandi í Þingeyjarsveit heldur en maður átti von á miðað við fyrri kosningu í nóvember. 60-40 núna er viðunandi miðað við landslagið sem að baki liggur og 70-30 í Aðaldal þar sem minni kjörsókn var núna en í haust, líklegast vegna þess að þar vildu menn fara beint í sameininguna án annarra kosninga er ágætlega afgerandi.

En líst vel á þetta eins og þér.

Ragnar Bjarnason, 26.4.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband