26.4.2008 | 18:49
Þátttaka í lýðræðinu og vandamál íslenska handboltans
Ég eyddi deginum í að dæma handbolta á Húsavík og sá þar kristallast vandamál íslenska handboltans í dag. Dæmdi fyrst nokkra leiki í Húsavíkurmótinu og svo einn leik í utandeildinni.
Síðan var virk þátttaka í lýðræðinu þar sem ég fór á kjörstað og kaus í sameiningarkosningum Þingeyjarsveitar við Aðaldælahrepp. Set inn úrslitin hér á eftir og kannski smá umfjöllun um þau þegar þau verða ljós. Kjörsóknin var orðin eitthvað yfir 90% í Þingeyjarsveit korter í sex þegar ég kaus og því vel yfir því sem menn bjuggust við og meiri en þegar síðast var kosið um sameiningu í haust.
Þetta var því hinn ágætasti dagur og áhyggjulaus miðað við tvo þá síðustu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.